Plant og Krauss halda samstarfinu áfram

Robert Plant og Alison Krauss gerðu það gott á Grammy-hátíðinni, …
Robert Plant og Alison Krauss gerðu það gott á Grammy-hátíðinni, sem fór fram í Los Angeles 8. febrúar sl. Reuters

Robert Plant, fyrrum söngvari bresku rokkhljómsveitarinnar Led Zeppelin, og bandaríska sveitasöngkonan Alison Krauss hyggjast halda samstarfinu áfram, en þau unnu nýverið fimm Grammy-verðlaun fyrir plötuna Raising Sand. Þau eru mætt í hljóðver og byrjuð að vinna að nýju efni.

T Bone Burnett sér aftur um upptökustjórn líkt og hann gerði á fyrri plötunni, sem m.a. hlaut verðlaun sem plata ársins á Grammy-verðlaunahátíðinni. Platan náði platínusölu í Bandaríkjunum, sem þýðir að yfir ein milljón eintaka hafa selst.

Þetta kemur fram á vef bandaríska tónlistartímaritsins Rolling Stone.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant