Viltu vinna milljarð? sigraði

Breska kvikmyndin Slumdog Millionaire, sem nefnd er Viltu vinna milljarð? hér á landi, fékk 8 Óskarsverðlaun í nótt og var m.a. valin besta myndin og Danny Boyle var útnefndur besti leikstjórinn.

Indverska tónskáldið A.R. Rahman fékk verðlaun bæði fyrir besta lagið og tónlist  í Viltu vinna milljarð? og myndin fékk einnig verðlaun fyrir handrit, kvikmyndatöku, hljóðsetningu og klippingu.

Breska leikkonan Kate Winslet fékk verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir myndina The Reader og bandaríski leikarinn Sean Penn var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir myndina Milk. Sú mynd fjallar um ævi bandaríska stjórnmálamannsins Harvey Milk, sem var baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra.

„Þakka ykkur fyrir, þakka ykkur fyrir, komma- hommadýrkendur. Ég átti ekki von á þessu," sagði Penn þegar hann tók við verðlaununum. Hann hvatti í þakkarræðu sinni andstæðinga hjónabands fólks af sama kyni að endurskoða afstöðu sína.

Winslet, sem fimm sinnum áður hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, viðurkenndi að hana hafi lengi dreymt um að fá þessi verðlaun.  „Ég segði ósatt ef ég segðist ekki hafa undirbúið útgáfu af þessari ræðu áður. Ég held að ég hafi verið átta ára, horfði í baðherbergisspegilinn og talaði í sjampóbrúsa." 

Ástralski leikarinn Heath Ledger fékk Óskar fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni  The Dark Knight en Ledger lést fyrir rúmu ári. Spænska leikkonan Penélope Cruz fékk verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir myndina Vicky Cristina Barcelona. Þá var japanska myndin Departures valin besta erlenda myndin.

Kvikmyndin The Curious Case of Benjamin Button, sem fékk 13 tilnefningar, fékk þrenn verðlaun fyrir listræna stjórnun, förðun og tæknibrellur.  

Kate Winslet, Sean Penn og Penélope Cruz með verðlaun sín.
Kate Winslet, Sean Penn og Penélope Cruz með verðlaun sín. Reuters
Kate Winslet þakkar fyrir verðlaunin.
Kate Winslet þakkar fyrir verðlaunin. Reuters
Sean Penn tekur við verðlaunum sínum.
Sean Penn tekur við verðlaunum sínum. Reuters
Danny Boyle tekur við verðlaunum fyrir bestu leikstjórn úr hendi …
Danny Boyle tekur við verðlaunum fyrir bestu leikstjórn úr hendi Reese Witherspoon. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson