Rihanna og Chris saman á ný

Rihanna
Rihanna Reuters

Fjölskylda bandarísku söngkonunnar Rihanna er nú sögð í uppnámi vegna frétta af því að hún hafi tekið saman við tónlistamanninn Chris Brown að nýju.

Brown var nýlega handtekinn sakaður um hótanir og ofbeldi gagnvart konu sem sögð er vera Rihanna. Hann var látinn laus gegn tryggingu en ekki hefur enn verið ákveðið hvort hann verði formlega ákærður vegna málsins.

„Það vilja allir að þau taki pásu og hugsi málin. Það vill enginn að þau taki saman aftur,” segir ónefndur ættingi söngkonunnar. „Ég hef áhyggjur. Ég vil ekki að hún geri mistök. Ég vil ekki að hún þurfi nokkru sinni að ganga í gegn um slíkt aftur. 

Ronald Fenty, faðir söngkonunnar, hefur áður lýst því yfir að hann styðji hana hvað sem hún ákveði að geravarðandi samband hennar og Brown.

„Ég elska dóttur mína. Sama hvaða leið hún velur að fara þá stend ég við bakið á henni bæði í sigrum og ósigrum. Rihanna og Chris eru nú sögð dvelja saman á Beverly Wiltshire hótelinu í Beverly Hills.

mbl.is

Bloggað um fréttina