Fyrsta sýnishorn úr Draumalandinu

Heimildarmyndin Draumalandið, sem byggð er á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar, verður frumsýnd hinn 8. apríl næstkomandi. Andri Snær leikstýrir myndinni sjálfur ásamt Þorfinni Guðnasyni.

„Ég held að myndin sé orðin nokkuð góð, þótt ég segi sjálfur frá, og hún er eiginlega komin fram úr væntingum. Hún er full af drama og pólitísku náttúrulífsefni. Sumt af því er sláandi og sumt álíka krassandi og fengitími í mynd eftir Attenborough," segir Andri Snær.

„Þetta er með stærri heimildarmyndum sem hafa verið gerðar hér á landi og maður á að sjá hana í bíói. Hún nýtur sín langbest á stærsta tjaldinu í Háskólabíói."

Hér gefur að líta fyrsta sýnishornið úr myndinni en nánari umfjöllun um myndina er að finna í Morgunblaðinu í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina