Kaldastríðshetjur

„Ég er hingað kominn til þess að berjast fyrir frelsið, sannleikann og Ameríku.“ Þannig lýsir Súperman tilgangi sínum á þessari jörð fyrir Louis Lane í fyrstu kvikmyndinni um síðasta son Krypton. En hver er sannleikurinn um Ameríku, hverju myndu ofurhetjur raunverulega berjast fyrir í þeim heimi sem við byggjum? Í hvaða liði myndu þær vera?

Ofurhetjurnar hafa fengið ófáar andlitslyftingar í gegnum árin og endurnýjast með hverri kynslóð. Nú síðast komu kaldastríðshetjur Alan Moore úr Watchmen á hvíta tjaldið. Þar er árið 1985 og Nixon er ennþá forseti Bandaríkjanna, þökk sé ófyrirleitinni hetju. Þetta er ekki eina sagan sem endurskrifar mannkynssöguna með spandexklæddar ofurhetjur í huga. Hvað ef Súperman hefði lent í Sovétríkjunum? Hvað fannst Hitler um Súperman? En Stalín? Eru ofurhetjur hentug gereyðingarvopn? Svör við þessu má finna í næstu lesbók Morgunblaðsins þar sem kafað verður í sálarlíf ofurhetja - og lesenda þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina