Nánast naktir skautagarpar

Ein af myndunum
Ein af myndunum

Þeir eru ófeimnir leikmennirnir í meistaraflokki íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur en nýverið sendu þeir frá sér sjóðheitt dagatal til fjáröflunar.

„Við fengum þessa hugmynd fyrir meira en tveimur árum en það myndaðist aldrei almennileg stemning til að gera þetta innan hópsins fyrr en núna. Við ákváðum svo að kýla á þetta í desember því það er ekki hlaupið að því í dag að ná í styrktaraðila,“ segir Helgi Páll Þórisson, formaður íshokkídeildarinnar.

Á dagatalinu má sjá tólf myndir af stinnum skrokkum sem leynast vanalega undir þungum keppnisbúningum á íshokkívellinum.

„Hugmyndin var að fara eins nálægt strikinu og við gátum án þess að fara yfir það. Þetta er listræn nekt, ekki ljót eða klámfengin, enda myndirnar teknar af miklum fagmanni, Kristjáni Maack.“

Prentuð voru þúsund dagatöl og að sögn Helga gengur vel að selja. Hægt er að nálgast eintak á skrifstofu SR í Skautahöll Reykjavíkur og kostar eitt 1.000 kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.