Api bræðir hjörtu

Lítill appelsínugulur apaungi bræddi í dag hjörtu Ástrala þegar hann var sýndur í fyrsta skipti opinberlega en hann kom í heiminn fyrir viku í Taronga dýragarðinum í Sydney.

Apinn, sem fengið hefur nafnið Elke, er af svonefndri Francois' langur tegund sem er afar sjaldgæf og er þetta í fyrsta skipti sem slíkur api fæðist í dýragarði. Elke var fyrsta afkvæmi móðurinnar sem hafnaði unganum og ætla starfsmenn dýragarðsins að sjá um uppeldið.

Foreldrar Elke eru svartir en ungar af þessari tegund eru með appelsínugulan feld.  Heimkynni Francois' langur apa eru í suðaustur Asíu. Aðeins er talið að um þúsund slíkir apar séu villtir í náttúrunni en þeir lifa á laufum og öðrum gróðri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant