Tveggja ára listakona

Stolt listakona hefur opnað sína fyrstu málverkasýningu í Ástralíu. Sýningin hefur vakið talsverða athygli, sem er von því listamaðurinn er aðeins tveggja ára að aldri. Hafa sumir efast um að verkin séu í raun eftir litlu stúlkuna.

Aelita Andre byrjaði að mála áður en hún byrjaði að ganga og tala. Nú hafa vaknað upp deilur um hvort Aelita sé í raun undrabarn í málaralist eða hvort foreldrar hennar, sem báðir eru listmálarar, hafi haft hönd í bagga.  

mbl.is

Bloggað um fréttina