Swayze kveður fjölskyldu og vini

Patrick Swayze á körfuboltaleik. Hann glímir við krabbamein.
Patrick Swayze á körfuboltaleik. Hann glímir við krabbamein. Reuters
Bandaríski leikarinn Patrick Swayze kveður að sögn heimildarmanna fjölskyldu og vini sinni hinstu kveðju. Krabbamein sem Swayze glímir við hefur breiðst út í lifur, og er hann sjálfur farin að undirbúa andlát sitt.

„Læknarnir sögðu Patrick nýverið að krabbameinið hefði breiðst út í lifur hans og þá hæfist niðurtalningin," sagði heimildarmaður í samtali við tímaritið National Enquirer.

Swayze sem er 56 ára lauk nýverið leik við kvikmyndina The Beast in Chicago. Hann mætti til samkvæmis í síðustu viku þar sem því var fagnað að kvikmyndun væri lokið. Samkvæmt sömu heimildamönnum varði Swayze einni og hálfri klukkustund í samkvæminu, og stóð ekki upp allan tíman. Hann var hins vegar nokkuð fjörugur og ræddi við alla þá sem hjá honum settust.


mbl.is

Bloggað um fréttina