Horuð eða falleg?

Stephanie Naumoska
Stephanie Naumoska Reuters

Keppandi í ástralskri undankeppni fyrir fegurðarsamkeppnina Ungfrú Alheimur hefur vakið upp gagnrýniraddir lækna og næringarfræðinga en þeir segja stúlkuna, Stephanie Naumoska, vera grindhoraða og vannærða. Naumoska var ein 32 keppenda af 7.000 sem komust í úrslit í keppninni.

Naumoska er 1,80m metrar á hæð og 49 kíló og er líkamsstuðull hennar 15.1 en fari fólk undir 18 á þeim mælikvarða telst það vannært. Framkvæmdastjóri keppninnar Deborah Miller, sagði að Naumoska væri af makedónískum uppruna og að það útskýrði holdafar hennar. „Þeir eru langir og grannir og smábeinóttir. Þannig er líkamsgerð þeirra, rétt eins og asískar stúlkur eru smáar,“ sagði Miller.

Næringafræðingurinn Susie Burrell segir í viðtali við Herald Sun að makedónísk líkamsgerð sé ekki til.

mbl.is

Bloggað um fréttina