Stuðmaðurinn Stefanía

Eyþór Ingi og Stefanía á sviðinu í Valaskjálf.
Eyþór Ingi og Stefanía á sviðinu í Valaskjálf.

„Jakob Frímann var víst búinn að heyra töluvert mikið um mig, og svo sá hann mig syngja á tónleikum í Iðnó. Í kjölfarið hafði hann samband og bað mig um að koma og syngja með Stuðmönnum,“ segir Stefanía Svavarsdóttir, nýráðin söngkona hljómsveitar allra landsmanna. Stefanía, sem er aðeins 16 ára gömul, söng fyrst með sveitinni í desember, og bar það töluvert brátt að.

„Jakob hringdi í mig á fimmtudegi og sagði að sig vantaði söngkonu á laugardegi. Hann sagði að þetta væri Stuðmannaball og að ég þyrfti kannski að læra einhver lög, en ég sagði honum að ég þyrfti þess ekkert af því að ég kunni þau öll. Svo fór ég bara með flugi til Egilsstaða á laugardeginum og söng í Valaskjálf um kvöldið. Það gekk alveg fáránlega vel.“

Síðan þá hefur Stefanía komið opinberlega fram með sveitinni í tvígang. „Þetta er bara æði, rosalega gaman. Þeir eru allir æðislegir, það er skemmtilegur mórall og rosalega fínt að hanga með þeim,“ segir söngkonan unga sem hefur verið aðdáandi Stuðmanna nokkuð lengi. „Ég er nú bara alin upp við Stuðmenn, mamma fílar þá alveg í tætlur og er alltaf að spila þá,“ segir hún og hlær.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki.