Marilyn French látin

Marilyn French.
Marilyn French. AP

Bandaríski rithöfundurinn Marilyn French lést um síðustu helgi í New York af völdum hjartaáfalls, 79 ára að aldri. French var kunnur femínisti og fyrsta skáldsaga hennar, Kvennaklósettið, sem kom út árið 1977 og fjallaði um uppreisn húsmóður gegn karlaveldinu, varð metsölubók um allan heim.

Kvennaklósettið, eða The Women's Room eins og bókin heitir á frummálinu, segir af baráttu húsmóður fyrir frelsi og sjálfstæði en sögusviðið er sjötti áratugurinn. French var kölluð karlahatari eftir útkomu bókarinnar („anti-male“) en á einum stað segir: „Allir karlmenn eru nauðgarar, og það er það eina sem þeir eru. Þeir nauðga okkur með augunum, með lögum sínum og siðum.“

French lauk við skáldsögu fyrir skömmu, sem kemur út í haust. Þá vann hún að endurminningabók þegar hún lést. 

French fæddist í Brooklyn og lauk meistaraprófi í heimspeki og bókmenntum. Hún lauk síðar doktorsnámi frá Harvard háskóla og fékk prófessorsstöðu við Holy Cross háskólann í Worcester í Massachusetts.  

Hún fékk krabbamein í vélinda árið 1992 og lá m.a. í dái í 10 daga. Hún lýsti baráttunni við veikindin í bókinni Season in Hell: A Memoir.

French lætur eftir sig tvö uppkomin börn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldaðu líf þitt með því að losa þig við það sem þú þarft ekki lengur. Hlustaðu á þína innri rödd og farðu eftir henni jafnvel þótt þér finnist það erfitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldaðu líf þitt með því að losa þig við það sem þú þarft ekki lengur. Hlustaðu á þína innri rödd og farðu eftir henni jafnvel þótt þér finnist það erfitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden