Er ekki feit

Miley Cyrus.
Miley Cyrus. Reuters
Bandaríska leik- og söngkonan Miley Cyrus er afar ósátt við þá sem segja hana vera feita á hinum ýmsu bloggsíðum. Cyrus, sem er 16 ára gömul, svaraði þessum ásökunum fullum hálsi á Twitter-bloggsíðu sinni.

„Þið megið svo sem segja það sem þið viljið. Ég er ekki gallalaus. Ég er bara venjuleg stelpa. Það eru vissulega atriði varðandi líkama minn sem ég væri tilbúin að breyta. En hættið að segja að ég sé feit,“ skrifaði Cyrus meðal annars.

Bloggað um fréttina