Næturvaktin mögulega til Hollywood

Næturvaktin
Næturvaktin mbl.is

Fyrirtækið Reveille Productions, sem m.a. stendur á bakvið bandarísku útgáfurnar af þáttunum The Office og Ljótu Betty, er í samningaviðræðum við aðstandendur Næturvaktarinnar um kaup á rétti til að þróa þættina fyrir bandarískan markað.

Haft er eftir Howard Owens, framkvæmdastjóra Reveille, að fyrirtækið vilji gjarnan fást við nýja vinnustaðargamanþætti í kjölfar velgengni The Office. „Þættirnir hafa sniðugt og kaldhæðið sjónarhorn sem við teljum að Bandaríkjamönnum muni líka vel. Reuters-fréttastofan sagði frá þessu í gær. Þar sagði reyndar að samningar væru frágengnir en það er ekki rétt, samkvæmt Magnúsi Viðari Sigurðssyni, einum framleiðenda Næturvaktarinnar.

„Við erum í miðju samningsferli. Það er ekki búið að ganga frá þessu. Þeir eru að falast eftir svokölluðum „option“-samningi, sem gerir þeim kleift að reyna að selja þessa áætluðu endurgerð áfram. Og þar keppa þeir við alla þessa tugi þátta sem er reynt að koma í loftið ár hvert. Það kemur mér á óvart að Reuters hafi pikkað þetta upp svona snemma. Þetta lítur ágætlega út en við erum niðri á jörðinni með þetta. Það getur brugðið til beggja vona.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.