Samtal við neyðarlínu vegna Jacksons birt

Slökkvilið Los Angelesborgar hefur birt símtal við neyðarlínunnar 911, sem barst á fimmtudagskvöld að íslenskum tíma vegna Michaels Jacksons. Í samtalinu kemur fram að einkalæknir Jacksons sé á staðnum en Jackson sé hættur að anda og lífgunartilraunir beri ekki árangur.  

Jackson, sem var fimmtugur, var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Krufning fór fram í gær. Talið er að nokkrar vikur líði þar til dánarorsök verður ljós en réttarmeinadómstjóri sagði í yfirlýsingu eftir krufninguna, að engir áverkar hefðu verið á líki Jacksons og dauðsfallið væri ekki talið grunsamlegt.

Fjölskylda Jacksons hefur fengið lík hans í hendur. Ekki er vitað hvenær útförin fer fram. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.