Minningarathöfnin verður í Staples Center

Reuters

Minningarathöfn um tónlistarmanninn Michael Jackson fer fram í Staples Center í Los Angeles næsta þriðjudag. Sæti eru fyrir 20.000 manns í húsinu en þar er heimavöllur körfuboltaliðsins LA Lakers. Kvöldið áður en hann lést æfði Jackson sig í Staples Center, fyrir tónleika sem fyrirhugaðir voru í London.  

CNN greinir frá þessu og að athöfnin hefjist kl. 10 árdegis. Aðrar upplýsingar hafa ekki verið gefnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina