Í kjól á knattspyrnuæfingu

Björgvin Karl Gunnarsson, leikmaður 2. deildar liðs Hattar í knattspyrnu …
Björgvin Karl Gunnarsson, leikmaður 2. deildar liðs Hattar í knattspyrnu á æfingunni í gærkvöldi. Austurglugginn

Leikmenn sem fá rauða spjaldið sæta oft ýmsum refsingum hjá liðum sínum. Í sumar sömdu leikmenn Hattar um það sín á milli að þeir sem reknir eru út af þurfa að mæta í kjól á seinustu æfingu fyrir næsta leik. Í gærkvöld mætti Björgvin Karl Gunnarsson klæddist gráum kjól á æfingu, að sögn Austurgluggans.

„Þetta var allt í lagi. Það er ekki spennandi að fara í kjólinn en það lyftir móralnum í liðinu. Hann er teygjanlegur og fínn. Strákarnir voru ósáttir við að ég væri ekki fáklæddur undir kjólnum, helst bara í stuttbuxum og ber að ofan en ég var ekki til í það kvefaður í átta stiga hita,“ sagði Björgvin Karl við Austurgluggann eftir æfinguna.

Sami kjóllinn er notaður fyrir alla þá sem fá brottvísanir í leikjum Hattar. „Ég vil fá erfiðari kjól, einhvern sem lætur mann hafa fyrir að vera í honum,“ segir Björgvin Karl, sem sjálfur var í sektarnefndinni sem ákvað viðeigandi refsingar fyrir ýmis agabrot liðsins.

Einn þeirra sem hafa þurft í kjólinn er þjálfarinn, Njáll Eiðsson. Aðspurður um hvernig hann hefði tekið sig út í dressinu svarði Björgvin Karl: „Ég held að hann hafi komið betur út en ég.“

www.austurglugginn.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson