Jackson jarðsettur með leynd

Michael Jackson.
Michael Jackson. Reuters

Breska blaðið Daily Mirror fullyrðir í dag, að bandaríska poppstjarnan Michael Jackson hafi verið jarðsettur með leynd um helgina í grafreit í Hollywood Hills. Jackson lést 25. júní sl.

Blaðið hefur þetta eftir ónanfgreindum heimildarmönnum og fullyrðir, að Jackson hafi verið jarðsettur með leynd og án athafnar. Fjölskylda Jacksons  hafi talið  minningarathöfn og tónleika, sem fóru fram í Los Angeles í júlí, fullnægjandi.

Reynt verður að halda því leyndu hvar Jackson er grafinn í garðinum og segir Daily Mirror, að ættingjar Jacksons séu tilbúnir til að flytja lík hans ef svo ber undir. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.