Upptökur frá æfingum birtar

Michael Jackson á sviði árið 1984
Michael Jackson á sviði árið 1984 Reuters

Sony Pictures Entertainment hafa tilkynnt að valdir kaflar úr myndbandsupptökum frá æfingum Michael Jacksons fyrir fyrirhugaða tónleika hans í London verði gefnar út á mynddiski. 

Jackson hafði æft af kappi fyrir ‘This Is It’ tónleikana er hann lést í lok júní og segir John McClain, framkvæmdastjóri tónlistarsviðs Sony, að valdir kaflar frá æfingunum verði birtir sem „síðasta gjöfin til milljóna aðdáenda Jacksons.”  

Þá segir hann að um verði að ræða bæði upptökur frá æfingum fyrir  tónleikana og af atvikum sem áttu sér stað baksviðs. „Þessi mynd verður ekki einungis til minningar um listamann sem skapaði spennu hvert andartak sem hann var á sviði heldur einnig viðeigandi gjöf til milljóna aðdáenda hans um allan heim sem elskuðu hann og sem hann helgaði líf sitt,” segir hann. 

Kenny Ortega, listrænn stjórnandi tónleikanna, segist mjög ánægður með að sú vinna sem lögð hafi verið í undirbúning tónleikanna skuli koma fyrir almannasjónir:  

„Allir munu nú geta fengið að sjá það sem við í hópnum vorum svo heppin að upplifa, þ.e. þá alvöru, ástríðu og sköpunarkraft sem Michael lagði í verkefnið. Hann var arkitektinn og við hin vorum byggingaverkamennirnir,” segir hann.

„Þetta mun einnig sýna Michael sem einn mesta skemmtikraft í heimi og staðfrsta að það stefndi í enn ein listrænan sigur hans.”

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Farðu þér hægt í erfiðum málum því flas er ekki til fagnaðar. Eitthvað sem áður virtist á gráu svæði, er núna spurning um rétt eða rangt í þínum augum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Farðu þér hægt í erfiðum málum því flas er ekki til fagnaðar. Eitthvað sem áður virtist á gráu svæði, er núna spurning um rétt eða rangt í þínum augum.