Björk fær Schola cantorum til liðs við sig

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Eggert

Björk Guðmundsdóttir hefur fengið Schola cantorum-kórinn til liðs við sig við upptökur á sjónvarpsþætti sem verið er að gera um söngkonuna. Kórinn syngur með henni í þremur lögum í þættinum, sem er hluti af þáttaröð sem Jónas Sen er með í bígerð.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Björk nýtur aðstoðar Schola cantorum því kórinn söng inn á plötuna Medúlla, auk þess að hafa komið fram með henni á tónleikum í Frakklandi, Englandi og í Langholtskirkju. Aðspurður segir Benedikt Ingólfsson, verkefnastjóri kórsins og bassasöngvari, vinnuna með Björk hafa verið sérlega ánægjulega. „Það er svo mikill kraftur í henni, og þetta er sérstaklega skemmtilegt fyrir okkur sem syngjum allt öðruvísi og formfastari tónlist dagsdaglega. En með henni þurfum við að gefa okkur aðeins lausan tauminn, innan ákveðinna marka þó,“ segir Benedikt, en lögin sem kórinn syngur eru „Where Is The Line?“, „Immature“ og „Pleasure Is All Mine“.

„Það er mjög áhugavert að sjá þessi lög á nótum, eins og þau eru skrifuð út, og það er líka gaman að vinna þau með henni. Maður kann nefnilega betur og betur að meta þau eftir hverja hlustun. Mörg þeirra eru kannski svolítið erfið við fyrstu hlustun en svo áttar maður sig á því hvað þetta er vel samið hjá henni. Hún er nefnilega þrusutónskáld,“ segir Benedikt.

Þátturinn um Björk verður sýndur í Sjónvarpinu í vetur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur mætt hvaða áskorun sem er ef þú nýtir hæfileika þína til fulls. Gerðu ráð fyrir velgengni en hafðu samt vaðið fyrir neðan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú getur mætt hvaða áskorun sem er ef þú nýtir hæfileika þína til fulls. Gerðu ráð fyrir velgengni en hafðu samt vaðið fyrir neðan þig.