Sló þeim allra stærstu við

Páll Steingrímsson.
Páll Steingrímsson.

„Ég var náttúrulega ekki með mynd um ljón eða fíla þannig að ég var ekki alveg viss um að ég væri á réttum vettvangi. En svo var henni svona gríðarlega vel tekið,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Páll Steingrímsson sem vann til verðlauna á Japan Wild Life Film Festival fyrir kvikmynd sína Undur vatnsins.

Hátíðin fór fram í borginni Toyama og lauk á þriðjudaginn, en um er að ræða hátíð fyrir náttúrulífsmyndir hvers konar.

Ljóðræn úttekt

„Þessi mynd mæltist mjög vel fyrir hér heima þegar ég sýndi hana fyrir troðfullum sal í Háskólabíói um mánaðamótin febrúar/mars. Þá fann ég að ég hafði snert einhvern streng þannig að ég lét til skarar skríða og sendi hana á þrjár hátíðir úti í heimi,“ segir Páll. Svo fór að mynd hans komst í hóp þeirra 40 mynda sem taldar voru bestar af þeim 400 sem sendar voru á hátíðina í Japan.

„Ég var ákveðinn í því að fara til Japans þegar ég vissi að ég hefði fengið þennan meðbyr. En þegar ég kom hélt ég að ég ætti kannski ekki mikinn möguleika því þetta voru svo miklar stórútgerðir þarna – National Geographic, BBC, Animal Planet og svona. En svo fékk ég verðlaun sem heita „encouragement award“, þótt ég viti nú ekki alveg hvern er verið að hvetja,“ segir Páll og hlær.

Aðspurður segir hann að þessi verðlaun geti vissulega vakið frekari athygli á myndinni, og þannig hafi erlendar sjónvarpsstöðvar nú þegar lýst yfir áhuga á að sýna hana.

Að sögn Páls er Undur vatnsins ljóðræn úttekt á kenjum og göldrum vatnsins, en vísindin komi þó einnig talsvert við sögu.

Páll hefur gert samning við Ríkissjónvarpið um að það sýni myndina áður en langt um líður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson