Krefur Biöncu Jagger um fundarlaun

Bianca Jagger
Bianca Jagger ap

Austurískur auðmaður, Reinhard Ringler, hefur samþykkt að hætta við mál sem hann höfðaði gegn Biöncu Jagger vegna fundarlauna fyrir hring sem hún tapaði í Austurríki og hann fann. Er hringurinn metinn á 200 þúsund evrur og að sögn Ringler neitaði Jagger að greiða honum fundarlaun fyrir hringinn. Þau hafa nú sæst á að reyna að ná sátt í málinu.

Reinhard Ringler krafði Biöncu Jagger, fyrrum eiginkonu Mick Jagger, um 10 þúsund evrur í fundarlaun. Samkvæmt austurrískum lögum getur hann krafist þess að fá 5% af andvirði hringsins í fundarlaun.

Hins vegar neitaði Jagger að greiða Ringler fundarlaun þar sem hann hafi skilað hringnum löngu eftir að hún týndi honum. Jagger týndi hringnum í Salzburg þann 22. ágúst í fyrra.

Ringler sagðist hafa gefið þrettán ára gamalli dóttur sinni hringinn sem hann fann fyrir utan hótelið sem Jagger gisti á. Taldi hann hringinn verðlausan og var það ekki fyrr en hann sá fréttir um að hringurinn hafi glatast sem hann skilaði hringnum.

Jagger bauðst til þess í nóvember að greiða 9 þúsund evrur til Amnesty International og að auðmaðurinn fengi afganginn af fundarlaununum, eitt þúsund evrur. Því tilboði var ekki tekið og höfðaði Ringler málið í febrúar sl.
mbl.is

Bloggað um fréttina