Verður hýdd vegna bjórdrykkju

Dómari í Malasíu hefur staðfest úrskurð dómstóls um að refsa skuli þarlendri múslimakonu með sex vandarhöggum fyrir þær sakir að hún drakk bjór í desember 2007. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Tvennskonar lög eru í gildi í landinu; Sharia lög múslima og almenn hegningarlög fyrir fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð.

Meirihluti íbúa Malasíu er Múhameðstrúar, fyrir þá gilda Sharia-lög og dómarinn sem um ræðir er sá æðsti á þeim vettvangi í Pahang héraði. Svo gæti því farið að hin 32 ára Kartika Shari Dewi Shukarno verði fyrsta múslímska konan sem hlýtur slíka refsingu í Malasíu. Íbúar landsins eru 28 milljónir, þar af eru um 60% múslímar. 

Kartika, sem er fyrrverandi fyrirsæta og hjúkrunarkona, var einnig sektuð um andvirði 175.000 íslenskra króna fyrir að drekka bjór á ferðamannastað, en áfengisdrykkja er bönnuð skv. Múhameðstrú.

Kartika lýsti sig seka og neitaði að áfrýja dómnum. Til stóð að hýða hana 24. ágúst í sumar en hætt var við það á síðustu stundu vegna harkalegra viðbragða fjölmiðla og baráttufólks fyrir mannréttindum. Stjórnvöld fóru þess þá á leit við sérstaka áfrýjunarnefnd að endurskoða úrskurðinn en niðurstaðan var sú sama.

Dæmdir nauðgarar og eiturlyfjasmyglarar eru hýddir kröftuglega í afturendann með þykkri svipu í Malasíu en fréttir herma að verði dómnum fullnægt yfir Kartika, verði hún hýdd með mjóum vendi á bakið, og gjörningurinn því nær eingöngu táknrænn. Baráttufólk fyrir mannréttindum í Malasíu telur það hins vegar engu skipta hvort vendinum verði beitt harkalega eður ei heldur gefist þá tækifæri til þess að ræða í víðu samhengi hvort íslömsk lög eigi að hafa jafn mikil áhrif á einkalíf og raun bæri vitni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert eirðarlaus og óþolinmóður í dag og því er þér óvenju hætt við einhvers konar óhöppum. Blandaðu þér ekki í vandamál annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert eirðarlaus og óþolinmóður í dag og því er þér óvenju hætt við einhvers konar óhöppum. Blandaðu þér ekki í vandamál annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Mohlin & Nyström
4
Fífa Larsen
5
Víkingur Smárason