Britney tekin saman við Trawick

Britney Spears
Britney Spears FRED PROUSER
Bandaríska söngkonan Britney Spears er sögð hafa tekið saman að nýju við umboðsmann sinn, Jason Trawick. Parið sleit sem kunnugt er sambandi sínu í ágúst eftir að hafa verið náin í um fimm mánuði. Talið er að faðir Britney hafi komið að málum. Hann hafi ekki getað horft upp á dóttur sína í ástarsorg og beðið þau um að reyna aftur.

„Jamie hafði reglulegar áhyggjur af Britney. Hún hafði mikinn frítíma á meðan hún er ekki á tónleikaferðalagi og var einmana. Þegar Jason heyrði það kom hann eins og kallaður. Honum er virkilega annt um Britney og vill ekki sjá hana særða,“ segir heimildarmaður tímaritsins bandaríska National Enquirer.

Þó svo að þau hafi tekið saman að nýju segir annar heimildarmaður tímaritsins að sambandið sé ekki alvarlegra en svo að þau hafi sæst á að halda opnum möguleika á stefnumótum með öðrum.
mbl.is

Bloggað um fréttina