Sigrún Vala syngur í forkeppni Evróvisjón

Sigrún Vala Baldursdóttir.
Sigrún Vala Baldursdóttir. Rax / Ragnar Axelsson

Sigrún Vala Baldursdóttir mun syngja lag Halldórs Guðjónssonar, „I Believe in Angels“, í forkeppni Evróvisjón á næsta ári. Sigrún Vala er ung söngkona af Suðurlandi og stundar nám við Tónlistarskóla FÍH.

Hún hefur á síðustu árum gefið út nokkur lög sem hafa notið vinsælda í útvarpi. Halldór hefur einnig átt góðu gengi að fagna. Átta lög eftir hann hafa komist í úrslit Ljósalagskeppni Reykjanesbæjar. Hann vann keppnina í fyrra og árið 2005.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »