Andri Snær hlaut verðlaun verðlaunanna

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason Friðrik Tryggvason

Í netkosningu Félags íslenskra bókaútgefenda og mbl.is um hvaða bækur sköruðu framúr af þeim sem hlotið hafa íslensku bókmenntaverðlaunin til þessa átti Andri Snær Magnason báðar bækurnar, aðra í flokki fagurbókmennta en hina í flokki fræðibóka.

Efnt var til kosningarinnar í tilefni af því að Íslensku bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt 1989 þegar Félag íslenskra bókaútgefenda varð hundrað ára. Kosið var á vefsíðu sem mbl.is setti upp og þar kom fram að þær bækur sem almenningi þykir skara framúr myndu frá svonefnd verðlaun verðlaunanna.

Kosningu lauk í gær og svo fór að Andri Snær Magnason átti þær bækur sem hlutskarpastar urðu í báðum flokkum; „Sagan af bláa hnettinum“ þótti best meðal fagurbókmennta, en „Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð“ í fræðibókaflokki.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.