Skilnaðurinn verður dýr

Hjónin Elin Nordegren og Tiger Woods á síðasta ári.
Hjónin Elin Nordegren og Tiger Woods á síðasta ári. MIKE SEGAR

Búist er við að skilnaður Tiger Woods og Elinar Nordegren verði einn sá dýrasti sem um getur í sögu íþrótta. Nordegren, eiginkona Woods, á í viðræðum við lögfræðinga sem sérhæft hafa sig í skilnaðarmálum fólks sem á miklar eignir. Eignir Woods eru metnar á 600 milljónir dollara eða yfir 75 milljarða króna.

Woods og Nordegren eiga tvö börn, tveggja ára og 10 mánaða. Þau eiga eftir að semja um hver eigi að fara með foræði yfir börnunum.

Ellefu konur hafa lýst því yfir opinberlega að þær hafi átt í sambandi við Woods. Framhjáhald er ekki talið hafa áhrif á niðurstöðu samninga um skilnaðinn nema því aðeins að ákvæði séu um slíkt í kaupmála sem hjónin gera.

Woods og Nordegren búa í Florida. Skilnaðurinn mun því fara fram samkvæmt lögum Florida. Þau bjuggu reyndar í Kaliforníu fyrstu ár hjúskaparins. Í Kaliforníu er byggt á því að eignir eigi að skiptast jafnt milli hjóna við skilnað.

Lögin í Florida kveða á um að gæta skuli sanngirni við skiptingu eigna í skilnaðarmálum. Það þýðir ekki endilega að eignir skuli skiptast til helminga milli hjóna. Eftir því sem eignirnar eru meiri þykir ólíklegt að eignum sé skipt jafnt í slíkum málum.

Í Florida er horft til þess sjónarmiðs að sá sem aflar teknanna fái að halda þeim að stærstum hluta. Hins vegar er einnig litið til þess sjónarmiðs að maki sem hafi búið við velsæld og sé vanur ákveðnum lífsstíl eigi rétt á að halda honum. 

Nordegren hefur ekki lýst því yfir opinberlega að hún ætli að skilja við eiginmann sinn, en búist er við tilkynningu þessa efnis þegar hún kemur úr fríi.

Horfur eru á að tekjur Woods dragist saman á næstunni því að fyrirtæki sem gert hafa auglýsingasamninga hafa verið að slíta samningum við hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Alvarlegar og nærgætnar samræður við vin kunna að verða þýðingarmiklar. Það er einhver kvíði í þér. Mundu bara að það að hafa áhyggjur breytir engu, þær eru því alveg óþarfar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Alvarlegar og nærgætnar samræður við vin kunna að verða þýðingarmiklar. Það er einhver kvíði í þér. Mundu bara að það að hafa áhyggjur breytir engu, þær eru því alveg óþarfar.