Frægð Essasa Sue berst víða

Frægð malasísku stúlkunnar Essasa Sue hefur nú borist víða en nýlega kom fram í íslenskum fjölmiðlum, að stúlkan hefði fengið fjölda vinabeiðna frá Íslandi á samskiptavefnum Facebook vegna þess hve nafn hennar var líkt frasa í auglýsingum símafélagsins Vodafone. Nú segja breskir fjölmiðlar frá málinu. 

Blaðið Daily Telegraph segir, að  Essasa Sue, 19 ára stúlka frá Port Klang í Malasíu, hafi fengið fjölda viðabeiðna frá Íslandi að undanförnu vegna þess að nafn hennar sé líkt slanguryrðinu Essassu, sem Pétur Jóhann Sigfússon hafi gert frægt í Vodafone-auglýsingunni.  

Nú sé búið að stofna  hóp á Facebook, sem hefur það að markmiði að bjóða Essasa Sue til Íslands.  Blaðið hefur eftir stofnendum hópsins, að hann hafi átt að vera brandari en nú séu um 1000 manns í hópnum. 

„Ein sú allra vinsælasta manneskja meðal Íslendinga, hefur setið á sér í 5 mánuði með að koma fram í sviðsljósið frá því vinsældir hennar náðu hámarki sumarið 2009. Nú er kominn tími á að henni verði flogið til Íslands og hún haldi uppistand með öllum Essasa Sue bröndurunum og tónleika í laugardalshöll þar sem hún myndi syngja Essasa Sue aftur og aftur...," segir á vefsíðunni.

Stúlkan, sem heitir fullu nafni Essasa Sie Sue Wei,  er nú með yfir 2900 vini á Facebook og þeim fjölgar stöðugt. Að sögn Telegraph hafa margir Íslendingar sent henni jólakveðjur. Hún hefur svarað aðdáendum sínum og þakkað Íslendingum fyrir. 

Á Facebook-síðu sinni segist Sue vera venjuleg stúlka sem lifi mjög leiðinlegu og einföldu lífi í Malasíu. Telegraph hefur eftir henni, að hún sé afar undrandi yfir þessum skyndilegu vinsældum. „Þetta er stórundarlegt... Í auglýsingunni heyrist eitthvað, sem líkist nafninu mínu," segir hún. „Það er gaman að eignast vini í öðrum löndum. En ég á ekki þessa athygli skilið. Ég vil biðja íslensku þjóðina afsökunar vegna þess að ég heiti Essasa Sie en ekki Essasa Sue."

Hún sagðist langa til að heimsækja Ísland ásamt vinum sínum, „vegna þess að fólkið á Íslandi er svo vingjarnlegt og gott.   

Telegraph hefur eftir Sigurjóni Hallgrímssyni, einum af stofnendum aðdáendahópsins á Facebook. Að upphafilega hafi þetta átt að vera brandari og engum hafi dottið í hug að hópurinn yrði jafn vinsæll og raun bar vitni.

Jóhann Pétur útskýrir síðan fyrir Telegraph hvers vegna auglýsingin frá Vodafone sé svona vinsæl.  „Það virðist hafa slegið í gegn að vera froskur og segja einkennileg orð með barnaröddu." 

Frétt Daily Telegraph

Auglýsing Vodafonefrosksins

Síða Essasa Sue

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson