Jón Gnarr nýtt leikskáld Borgarleikhússins

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Gnarr leikari, skáld og þúsundþjalasmiður hefur verið valinn leikskáld Borgarleikhússins úr stórum hópi umsækjanda. Jón mun starfa í Borgarleikhúsinu næsta árið þar sem hann mun sinna ritstörfum fyrir leikhúsið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.

„Markmið með ráðningu leikskálds á vegum Leikritunarsjóðsins er að laða hæfileikaríkt fólk að leikhúsinu, kynna því leikhúsformið og efla þannig íslenska leikritun. Stefnt er að því að Jón riti leikverk, eitt eða fleiri, á tímabilinu með uppsetningu í Borgarleikhúsinu í huga. Leikskáldið verður hluti af starfsliði hússins allt tímabilið og fær aðgang að allri starfsemi leikhússins.

Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur réð fyrsta leikskáldið, Auði Jónsdóttur rithöfund, í upphafi ársins 2009 og er hún því að ljúka sínum árssamningi. Stefnt er að uppsetningu á nýju leikriti Auðar á næsta leikári,“ segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson