Vann tvo milljarða í lottói en er kominn aftur á bætur

Machael Carroll kann ekki að fara með peninga.
Machael Carroll kann ekki að fara með peninga.

Átta árum eftir Machael Carroll fyrrum sorphirðumaður vann tvo milljarða í lottói er hann kominn á sama stað og hann var á áður en hann vann í lottóinu; á atvinnuleysisbætur. Peningunum sóaði Carroll m.a. í fíkniefni og gleðikonur.

Carroll vann lottópottinn árið 2002, samtals 9,7 milljónir punda. Hann var aðeins 18 ára gamall og starfaði þá við sorphirðu, en hann var um tíma á atvinnuleysisbótum.

Það er ekki hægt að segja að Carroll hafi meðhöndlað þessa miklu peninga af skynsemi. Hann varð fljótlega þekktur fyrir að halda miklar veislur í lúxusíbúð sinni. Hann eyddi miklum fjárhæðum í fíkniefni. Barnsmóðir hans gafst fljótlega upp á ástandinu og skildi við hann. Skilnaðurinn varð ekki til þess að Carroll breytti um lífstíl heldur fór hann að verja stórum upphæðum í að kaupa þjónustu gleðikvenna. Hann hældi sér af því að sofa hjá fjórum konum á dag.

Carroll keypti auk þess skartgripi og flotta bíla. Mest öllum skartgripum hans var stolið 2004, en hann brást snarlega við daginn eftir og keypti fleiri skartgripi. Hann þurfti að verja miklum fjármunum í endurbætur á húsinu og húsmunum sem voru skemmdir í partýum sem hann hélt. Talsvert miklir peningar fóru í fótboltafélagið hans, Rangers, en einnig fengu fjölskylda og vinir háar upphæðir frá honum.

Carroll er núna kominn aftur á atvinnuleysisbætur og fær um 8.400 krónur á viku meðan hann er að finna sér vinnu. Talsverð umræða er í Bretlandi um hvort eðlilegt sé að maður sem hefur hagað sér svona eigi rétt á stuðningi frá ríkinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant