Tiger Woods biðst afsökunar

Efsti maður á heimslista kylfinga, Tiger Woods hélt  blaðamannafund á Flórída í Bandaríkjunum sem hófst upp úr klukkan 16 að íslenskum tíma. Tiger hóf mál sitt á því að biðjast afsökunar á framferði sínu og kallaði það sjálfselsku.

„Ég var ótrúr. Ég átti í ástarsamböndum. Ég hélt framhjá. Það sem ég gerði var óviðunandi" sagði Woods. „Ég særði eiginkonu mína, börnin mín, móður mína, fjölskyldu konu minnar, vini mína, stofnunina mína og krakka um allan heim sem dáðust að mér."

Tiger segist hafa rætt málin við Elinu eiginkonu sína. Hún hafi bent honum á að orð hans muni ekki græða þau sár sem hann hafi valdið henni, heldur muni aðeins gjörðir hans með tímanum geta gert það. Elin var ekki viðstödd þegar Tiger las upp yfirlýsingu sína. Móðir hans, Kultilda, sat hins vegar á fremsta bekk.

Tiger segist hafa brugðist bæði sem einstaklingur og sem kylfingur með framferði sínu. Hann segist gera sér grein fyrir því að hann hafi valdið fólki miklum vonbrigðum. Hann segist skammast sín og já mjög eftir gjörðum sínum. 

Tiger tók það skýrt fram að Elin hefði aldrei lagt á hann hendur eins og talið er að hún hafi gert kvöldið örlagaríka sem Tiger lenti í árekstri skammt frá heimili sínum. Hann sagðist reiður vegna þeirra sögusagna.

Tiger sagðist aðeins hafa hugsað um sjálfan sig og ekki velt því fyrir sér að hann gæti sært aðra með framferði sínu. Þessi hugsunarháttur sé ekki í takt við það uppeldi sem hann hafi fengið hjá foreldrum sínum.   

Tiger sagði atburðarrásina hafa orðið þess valdandi að hann hafi farið í naflaskoðun sem hann hefði hingað til ekki kært sig um að fara í og að hann hafi haft langan tíma til þess að hugsa sinn gang.

Hann segist hafa gengist undir meðferð síðastliðna 45 daga en tók það fram að hann eigi enn langt í land. Hann segir hafa verið erfitt að viðurkenna að hann ætti við vandamál að stríða. Á morgun mun hann halda áfram í þeirri meðferð sem hann hefur verið í undanfarið og ekki var hægt að skilja það öðruvísi en um væri að ræða meðferð við svokallaðri kynlífsfíkn.

Tiger tók fram að hann hefði aldrei notað lyf til þess að auka árangur sinn á golfvellinum eins og látið hefur verið liggja að í fjölmiðlum.

Tiger bað fjölmiðla um að láta eiginkonu sína og börn í friði. Hann bað þá um að virða einkalíf sitt og að þau vandamál sem hann stæði frammi fyrir væru á milli hans og Elinar eiginkonu hans.

Tiger segist hafa fengið þúsundir bréfa og tölvupósta frá fólki sem hafi stappað í hann stálinu. Það kunni hann og fjölskylda hans að meta.

Að endingu sagði Tiger að fjöldinn allur af fólki hafi trúað á hann í gegnum tíðina. Hann sagðist óska sér að þetta sama fólk geti aftur haft trú á honum. 

Tiger faðmaði móður sína eftir að hafa flutt ávarp sitt. Hann gaf ekki kost á spurningum og það var vitað fyrir fram. Golffjölmiðlar sniðgengu fundinn af þeim sökum en stærstu fréttaveitur heimsins voru á staðnum, Reuters, AP og Blomberg.

Tiger Woods les upp yfirlýsingu sína.
Tiger Woods les upp yfirlýsingu sína. Reuters
Kultilda, móðir Tigers, faðmar hann eftir að hann flutti ávarp …
Kultilda, móðir Tigers, faðmar hann eftir að hann flutti ávarp sitt. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson