Gerir hvað sem er fyrir dæturnar

Bruce Willis
Bruce Willis Reuters

Bandaríski leikarinn Bruce Willis segir að hann myndi gera hvað sem er fyrir dætur sínar þrjár, Rumer, 21 árs, Scout, 18 ára og Tallulah Belle sem er sextán ára.

Willis lét þessi orð falla er hann kynnti kvikmynd sem hann leikur í „Cop Out. Þar leikur hann lögreglumann sem stritar við að borga íburðarmikið brúðkaup dóttur sinnar.

Hann segir að það hafi ekki reynst honum erfitt að leika hlutverkið enda faðir þriggja stúlkna.  Hann segir dæturnar stjórna honum en hann hafi engar áhyggjur af brúðkaupum þeirra í framtíðinni.

Willis, sem áður var kvæntur leikkonunni Demi Moore, er nú kvæntur  Emmu Heming. Hann segist aldrei hafa verið jafn hamingjusamur og nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina