Mika segist móðursjúkur

Breski söngvarinn Mika.
Breski söngvarinn Mika. ALESSANDRO BIANCHI

Söngvarinn Mika viðurkennir í viðtali við tímaritið Cosmopolitan að vera illa haldinn af móðursýki og hálfgerðri ímyndunarveiki. Þannig sé hann stöðugt hringjandi í sinn lækni, til að ganga úr skugga um að hann sé ekki veikur eða kominn með einhvern sjúkdóm.

Mika segist verða fyrir ýmsu hnjaski á tónleikaferðalögum, eins og að rífa á sér liðbönd, missa röddina og fá verk fyrir eyrun. Heimilislæknir hans ku vera sá sami og sinnir Bretlandsdrottningu þannig að ekki er í kot vísað, er hann hringir í hverri viku. Læknirinn vísar þá Mika á starfsbræður sína á þeim stað sem tónlistarmaðurinn er hverju sinni, ef ástæða þykir til.

Þá er Mika einnig í stöðugu sambandi við fasteignasala sinn en sá fyrrnefndi hefur undanfarna mánuði verið að finna hið fullkomna heimili. Eftir 18 mánaða leit þrengdi Mika hópinn niður í fjögur hús sem velja þarf á milli. Símtölin við fasteignasalann eru auk þess enn fleiri þar sem hann gaf Mika hvolp á dögunum, sem söngvarinn hefur ekki náð fullkomleg tök á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant