Bullock hótaði að beita hafnarboltakylfu

Sandra Bullock gæti alltaf lamið eiginmanninn með Óskarsstyttunni
Sandra Bullock gæti alltaf lamið eiginmanninn með Óskarsstyttunni Reuters

Leikkonan Sandra Bullock hótaði því fyrir nokkrum mánuðum að ef hún myndi einhvern tíma komast að því að eiginmaðurinn væri henni ótrúr þá yrði hafnarboltakylfunni beitt.

Bullock lét þessi orð falla þegar fréttist af ítrekuðu hjúskaparbroti kylfingsins Tiger Woods. En þá hafði hún ekki hugmynd um að eiginmaðurinn, Jesse James, hefði haldið fram hjá henni mánuðum saman með húðflúrfyrirsætunni Michelle „Bombshell“ McGee.

 Bullock sagði á þeim tíma við tímaritið The Insider að ef hún væri Elin Nordegren þá hefði hún slegið eitthvað fastar og oftar heldur en Nordegren gerði þegar hún komst að framhjáhaldi eiginmannsins.

Bullock er flutt út af heimili hennar og James en undanfarna daga hefur fjöldi kvenna komið fram og sagt að þær hafi átt í ástarsambandi við eiginmann Bullocks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hefjist nýtt tilfinningasamband í dag má búast við að það verði ástríðufullt og gæti breytt lífi þínu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hefjist nýtt tilfinningasamband í dag má búast við að það verði ástríðufullt og gæti breytt lífi þínu.