Breskar stjörnur í Borgríki

Fyrir nokkrum mánuðum virtist sem kvikmyndin Borgríkið myndi ekki líta dagsins ljós. Leikstjóri myndarinnar, Ólafur Jóhannesson, eða Ólafur de Fleur, sagði í samtali við blaðamann í lok janúar sl. að Borgríkið yrði líklega aldrei framleitt vegna niðurskurðar á framlögum ríkisins til kvikmyndagerðar og boðaðra sparnaðaraðgerða RÚV, að minnka kaup á íslenskum kvikmyndum.

Í byrjun maí bárust svo þær fréttir að tökur væru hafnar á Borgríkinu og að verið væri að safna framlögum til gerðar myndarinnar á vefnum IndieGoGo. Í gær höfðu 300 dollarar safnast en takmarkið er að ná 8.000 dollurum.

Þrátt fyrir þessa stöðu hafa tveir þekktir, breskir leikarar slegist í leikarahópinn í myndinni, þeir Jonathan Pryce og Philip Jackson. Pryce er öllu þekktari en Jackson, hefur m.a. leikið í kvikmyndunum Pirates of the Caribbean, James Bond-myndinni Tomorrow Never Dies og The Age of Innocence. Philip Jackson hefur leikið í kvikmyndum og fjölda sjónvarpsþátta en einnig íslensku kvikmyndinni A Little Trip to Heaven. Af þáttum sem hann hefur leikið í má nefna Midsummer Murders og A Touch of Frost.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjármálin, þú hefur staðið þig vel síðustu mánuði. Það er bjart framundan í ástamálunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjármálin, þú hefur staðið þig vel síðustu mánuði. Það er bjart framundan í ástamálunum.