Engir ráðamenn í hlutverki á Grímunni

Leiklistarverðlaunin Gríman verða afhent síðar í júní.
Leiklistarverðlaunin Gríman verða afhent síðar í júní. mbl.is/Kristinn

Sviðslistafólk mun sjálft afhenda tilnefningar til Grímuverðlaunanna, íslensku leiklistarverðlaunanna, sem kynntar verða á morgun og einnig verðlaunin, sem afhent verða 16. júní. Engir ráðamenn þjóðarinnar eða fólk utan listgreinarinnar sjálfrar verða í hlutverki á Grímunni.

Í orðsendingu, sem stjórn Leiklistarsambandsins hefur sent til félagsmanna, segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin af stjórn Leiklistarsambands Íslands í apríl að undangenginni umræðu um hlutverk og tilgang verðlaunanna í fulltrúaráði sambandsins.

Þegar Gríman var fyrst veitt árið 2003 var ákveðið að leita til forsetaembættisins um að þjóðhöfðingi á hverjum tíma yrði verndari verðlaunanna. Hefur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, síðan jafnan tilkynnt hverjir eru tilefndir til verðlaunanna og einnig veitt heiðursverðlaun Grímunnar á verðlaunahátíðinni.

Jón Atli Jónasson, leikskáld, lýsti því yfir í vikunni að hann neitaði að taka við tilnefningum til Grímunnar Segir hann ástæðuna felast í því að hann neiti að viðurkenna núverandi verndara Grímunnar, Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson