Sextán ára stúdent stefnir í jarðfræði

Klara Lind Gylfadóttir.
Klara Lind Gylfadóttir. Jakob Fannar Sigurðsson

„Námið er mjög markvisst og ef maður er sjálfur skipulagður á ekki að vera neitt tiltökumál að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum,“ segir Klara Lind Gylfadóttir sem í dag brautskráist með stúdentspróf frá Menntaskólanum Hraðbraut.

Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema af því að hún er sextán ára gömul eða á þeim aldri þegar margir eru að byrja í framhaldsskóla. Klara Lind segist í samtali í Morgunblaðinu í dag hafa fallið fyrir jarðfræðinni og hefur innritað sig til náms í þeirri grein í Háskóla Íslands og byrjar í haust.

„Systir mín er jarðfræðingur frá Háskóla Íslands og það vakti áhuga minn á jarðvísindum. Og það svo sem dró ekki úr áhuga að fylgjast með gosinu í Eyjafjallajökli í vetur sem blasti við út um eldhúsgluggann heima í Fljótshlíðinni.,“

Hjá Háskóla Íslands man fólk ekki til þess að sextán ára nemandi hafi áður innritast þar til hefðbundins náms. Sautján ára stúlka var þar í námi fyrir fáum misserum – en jarðfræðineminn Klara Lind er væntanlegur methafi sem fulltrúi ungu kynslóðarinnar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki.