Sextán ára stúdent stefnir í jarðfræði

Klara Lind Gylfadóttir.
Klara Lind Gylfadóttir. Jakob Fannar Sigurðsson

„Námið er mjög markvisst og ef maður er sjálfur skipulagður á ekki að vera neitt tiltökumál að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum,“ segir Klara Lind Gylfadóttir sem í dag brautskráist með stúdentspróf frá Menntaskólanum Hraðbraut.

Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema af því að hún er sextán ára gömul eða á þeim aldri þegar margir eru að byrja í framhaldsskóla. Klara Lind segist í samtali í Morgunblaðinu í dag hafa fallið fyrir jarðfræðinni og hefur innritað sig til náms í þeirri grein í Háskóla Íslands og byrjar í haust.

„Systir mín er jarðfræðingur frá Háskóla Íslands og það vakti áhuga minn á jarðvísindum. Og það svo sem dró ekki úr áhuga að fylgjast með gosinu í Eyjafjallajökli í vetur sem blasti við út um eldhúsgluggann heima í Fljótshlíðinni.,“

Hjá Háskóla Íslands man fólk ekki til þess að sextán ára nemandi hafi áður innritast þar til hefðbundins náms. Sautján ára stúlka var þar í námi fyrir fáum misserum – en jarðfræðineminn Klara Lind er væntanlegur methafi sem fulltrúi ungu kynslóðarinnar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson