Whoopi ver Gibson

Whoopi Goldberg.
Whoopi Goldberg. Reuters
Á föstudag lak hljóðupptaka á netið þar sem leikarinn Mel Gibson virðist vera að hella sér yfir Oksönu Grigorievu, sem er barnsmóðir hans. Ekki hefur fengist staðfest frá Mel Gibson, né öðrum aðilum en Oksönu, að upptakan sé raunveruleg. Á upptökunni má heyra mann segja: „Þú lítur út eins og gylta á fengitíð og ef þér verður nauðgað af hópi negra verður það þér að kenna.“

Whoopi Goldberg, leikkonan góðkunna, hefur snúist til varnar Mel og segir að hann sé fjölskylduvinur hennar og alls enginn kynþáttahatari. „Mel hefur leikið við börnin mín, hann er enginn kynþáttahatari, bara þverhaus,“ sagði Whoopi í bandaríska spjallþættinum The View síðasta mánudag. „Mér líkar ekki hvað hann gerði þarna, ef spólan er alvöru, en ég þekki Mel og hann er ekki kynþáttahatari. Alls ekki láta ykkur detta það í hug. Hann kann hins vegar að vera þverhaus. Ég er ekki að verja Mel, bara að segja að mín reynsla af honum er sú að hann sé alls ekki kynþáttahatari.“

Bloggað um fréttina