Brúðkaup í vændum í Mónakó

Charlene Wittstock og Albert fursti af Mónakó.
Charlene Wittstock og Albert fursti af Mónakó. Reuters

Albert fursti af Mónakó mun giftast unnustu sinni, Charlene Wittstock, í júlí á næsta ári. Þau munu ganga í það heilaga við borgaralega athöfn sem mun fara fram í höllinni 8. júlí. Daginn eftir verður svo haldin kirkjuathöfn. Greint hefur verið opinberlega frá þessu.

Albert, sem er 52 ára gamall, er sonur Rainier fursta og Hollywood-leikkonunnar Grace Kelly. Hann hefur haldið utan um stjórnartaumana í Mónakó frá árinu 2005, þegar faðir hans féll frá.

Wittstock, sem er 20 árum yngri en Albert, er suður-afrískur grunnskólakennari og sundkona. Hún hefur keppt á Ólympíuleikum.

Ekki liggur fyrir hvenær þau urðu par, en þau kynntust árið 200. Þau sáust opinberlega saman á vetrarólympíuleikunum sem fram fóru í Tórínó á Ítalíu árið 2006. Þau sáust einnig saman í brúðkaupi Viktoríu krónprinsessu í síðasta mánuði. Fjórum dögum eftir brúðkaupið var tilkynnt um trúlofun þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson