Ný plata Maiden fær 9/10 í Classic Rock

Iron Maiden.
Iron Maiden. AP

Fyrsta umfjöllun um nýja hljóðversplötu bárujárnsgoðsagnanna í Iron Maiden leit nýverið dagsins ljós í tímaritinu Classic Rock. Gömlu risaeðlurnar virðast ennþá kunna sitt fag því nýsmíðin fær níu af tíu mögulegum í einkunn. Nefnist platan The Final Frontier og er fimmtánda hljóðversplata sveitarinnar.

Gagnrýnandi Classic Rock, Dom Lawson, kallar plötuna djarft og óvænt stökk inn í hið ókunna og kveður að upphafslag plötunnar, Satelite 15, muni jafnvel rugla í ríminu þá aðdáendur Járnfrúarinnar sem hvað opnastan huga hafa.

Kemur þetta nokkuð á óvart þar sem Iron Maiden hefur gegnum tíðina beinlínis hreykt sér af því að halda sig við það sem sveitinni fer best að spila; sitt einstaka, epíska bárujárnsrokk.

Myndband við titillag plötunnar má sjá hér en Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari, leikur í því. Lagið El Dorado hefur einnig verið gert aðgengilegt á vefnum.

Hér má lesa gagnrýni Classic Rock á vef Iron Maiden

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástríða þín er vakin og því mun annað fólk eiga óvenju auðvelt með að hrífa þig með sér næstu vikurnar. Látið ykkur fátt um þótt aðrir hlæji.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástríða þín er vakin og því mun annað fólk eiga óvenju auðvelt með að hrífa þig með sér næstu vikurnar. Látið ykkur fátt um þótt aðrir hlæji.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir