Múmínpabbi hvetur Íslendinga til að gerast aðilar að ESB

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur mbl.is/Ómar Óskarsson

Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík segir að hann hafi rætt við múmínpabba og að hann hafi tjáð sér að lífið í múmíndal væri mun betra eftir að Finnar gengu í Evrópusambandið. Múmínpabbi hvetur Íslendinga til að ganga í Evrópusambandið.

Þetta kemur fram í grein sem Jón Gnarr skrifar í Grapevine. Jón fjallar þar m.a. um trú Íslendinga á álfa og tröll.

„Ég er ekki eini Íslendingurinn sem trúi á álfa og tröll. Ég trúi þó aðallega á múmínálfa. Þetta er meira en trú. Ég hef séð þá og snert þá. Ég veit því að þeir eru til. Ég hef hef komið til múmínheims í í Naantali í Finnlandi. Ég hef sannanir; myndir, myndbönd, skýrslur og vitnisburði.

Ég átti gott samtal við múmínpabba. Hann sagði mér að lífið í Múmíndal væri mun betra eftir að Finnar gengu í ESB. Hann hvatti Íslendinga til að gerast aðili að ESB. Hann sagði ennfremur að múmínálfar hefðu alltaf verið til, löngu áður en Tove Jansson „fann þá upp“. Múmínálfar eru ódauðlegir, a.m.k. í bókum,“ skrifar borgarstjóri.

Múmínálfarnir.
Múmínálfarnir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson