Uppátæki borgarstjórans vekja athygli

Jón Gnarr í draggi í gærkvöldi.
Jón Gnarr í draggi í gærkvöldi. mbl.is/Eggert

Jón Gnarr, borgarstjóri, hefur vakið talsverða athygli erlendra fjölmiðla frá því hann tók við því embætti í júní, nú síðast fyrir að koma fram í draggi á opnunarhátíð Hinsegin daga í Íslensku óperunni í gærkvöldi.

Breska ríkisútvarpið BBC segir m.a. frá þessu á forsíðu fréttavefjar síns í dag og fréttin sú 6. mest lesna á vefnum þessa stundina.

BBC segir, að Jón hafi komið á svið klæddur kjól með blómamynstri, ljósri hárkollu og með hárauðan varalit.

„Borgarstjórinn gat því miður ekki mætt sjálfur," sagði Jón. „Hvað ætli hann sé að gera. Kannski er hann í Múmíndalnum... Þetta höfum við upp úr því að kjósa trúð í kosningum."

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina