Björk fær Polarverðlaunin í dag

Björk Guðmundsdóttir á blaðamannafundi vegna verðlaunanna í Stokkhólmi í dag.
Björk Guðmundsdóttir á blaðamannafundi vegna verðlaunanna í Stokkhólmi í dag. Reuters

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir og ítalska tónskáldið Ennio Morricone fá í dag afhent Polar tónlistarverðlaunin í Svíþjóð. Hægt verður að fylgjast með verðlaunaafhendingunni á netinu.

Hefst athöfnin klukkan 15:30 að íslenskum tíma og tekur eina klukkustund. Meðal annars mun sænska söngstjarnan Robyn syngja lagið Hyperballad eftir Björk í eigin útsetningu.

Stig Anderson, umboðsmaður hljómsveitarinnar ABBA stofnaði til þessara verðlauna árið 1989 með stuðningi sænsku tónlistarakademíunnar.

Fá þau Björk og Morricone 1 milljón sænskra króna hvort, rúmar 17 milljónir króna.

Morricone hefur samið tónlist fyrir rúmlega 400 kvikmyndir, þar á meðal The Good, the Bad and the Ugly.

Meðal listamanna, sem áður hafa hlotið Polarverðlaunin eru Paul McCartney, Bob Dylan, Stevie Wonder, Pink Floyd, Led Zeppelin, Dietrich Fischer-Dieskau, Miriam Makeba, Karlheinz Stockhausen, Mstislav Rostropovich og Burt Bacharach.

Hér er hægt að fylgjast með útsendingunni á netinu

Björk Guðmundsdóttir
Björk Guðmundsdóttir Reuters
Ennio Morricone fær Polarverðlaun einnig í dag
Ennio Morricone fær Polarverðlaun einnig í dag Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.