Baraflokkurinn snéri aftur

Gömlum myndum af hljómsveitinni var varpað á tjald að baki …
Gömlum myndum af hljómsveitinni var varpað á tjald að baki Baraflokksins á meðan sveitin lék. Hér er Ásgeir Jónsson söngvari í öllu sínu veldi fyrir margt löngu. mbl.is/Skapti

Hljómsveitin Baraflokkurinn snéri aftur í gærkvöldi þegar hann hélt tónleika í menningarhúsinu Hofi í sínum gamla heimabæ, Akureyri. Tíu ár voru þá liðin frá því sveitin kom síðast saman og hún hafði ekki leikið á heimaslóðum í heil 25 ár..

Ásamt Baraflokknum komu fram þrjár aðrar norðlenskar sveitir; Hvanndalsbræður,  Helgi og hljóðfæraleikararnir og Heflarnir, ný hljómsveit sem lék þarna í fyrsta skipti utan æfingahúsnæðisins. „Það er ekki hægt að segja að við byrjum smátt,“ sagði grínistinn og kynnir kvöldsins, Rögnvaldur gáfaði, bassaleikari Heflanna. {MYND:Vinstri}

Í ár eru 30 ár frá því Baraflokkurinn kom fyrst saman. Hljómsveitin gaf út þrjár plötur en hætti síðan undir lok ársins 1984.

Góð mæting var í Hof í gærkvöldi. Þétt setið á neðri hæð salarins og töluverður fjöldi á svölum. Stemningin var fín og viðstaddir ekki síst hrifið af Baraflokknum. Á máli fólks mátti heyra að það gekk afar ánægt út í milt haustkvöldið.

Vert er að geta þess að Baraflokkurinn verður með tónleika á Græna hattinum á Akureyri í kvöld.

Þór Freysson, gítarleikari Baraflokksins.
Þór Freysson, gítarleikari Baraflokksins. mbl.is/Skapti
Ásgeir Jónsson söngvari Baraflokksins.
Ásgeir Jónsson söngvari Baraflokksins. mbl.is/Skapti
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að lenda í erfiðri stöðu gagnvart eldri ættingja. Prófaðu að fara fyrr á fætur, þér verður meira úr verki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að lenda í erfiðri stöðu gagnvart eldri ættingja. Prófaðu að fara fyrr á fætur, þér verður meira úr verki.