Fegurðardrottning í mínútu

Fyrirsætan Kelsey Martinovich.
Fyrirsætan Kelsey Martinovich.

Hún brosti í gegnum tárin ástralska stúlkan Kelsey Martinovich þegar kynnir þáttarins Australia's next top model lýsti hana sigurvegara eftir langa og stranga keppni. Kynnirinn, Sara Murdoch, fékk svo í magann er hún áttaði sig á því að Martinovich hafði ekki unnið.

Martinovich faðmaði vini og skyldmenni á sviðinu enda hafði draumur ræst. Frægð og frami fyrirsætunnar handan við hornið.

Á örskotsstundu breyttist sigurgleðin í örvæntingu þess sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Martinovich varð að sætta sig við að Amanda Ware, sem er 18 ára og ári yngri en hún, hafði unnið. 

„Guð minn góður. Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Murdoch fyrir framan um 2.000 manns sem fylgdust með keppninni í Sydney.

Sigurvegarinn fær vegleg verðlaun og vegna mistaka Söru, sem er gift Lachlan, syni fjölmiðlakóngsins, Rupert, var Martinovich bætt klúðrið með sárabót, um 2,2 milljónum í reiðufé og ferð til New York.

Allt er gott sem endar vel og gæti Martinovich notið góðs af klúðrinu þegar upp er staðið enda atvikið vakið heimsathygli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hikaðu ekki við að tjá vini þínum skoðanir þínar á því sem hann leitar til þín með. Þú ert fínn einn á báti - og frábær í hóp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Guðrún Frímannsdóttir
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hikaðu ekki við að tjá vini þínum skoðanir þínar á því sem hann leitar til þín með. Þú ert fínn einn á báti - og frábær í hóp.