Fræðst um verk Bjarna í Nýló

Bjarni Þórarinsson býr sig undir gjörning.
Bjarni Þórarinsson býr sig undir gjörning.

Nú stendur yfir í Nýlistasafninu yfirlitssýning á verkum Bjarna Þórarinssonar myndlistarmanns.

Sunnudaginn nk., 28. nóvember, kl. 15, mun Bjarni ræða við sýningargesti um sýninguna og verk sín ásamt Jóni Proppé sýningarstjóra og munu þeir svara spurningum sýningargesta. Safnið er á Skúlagötu 28.