„Hitt andlit WikiLeaks“

Kristinn Hrafnsson í hópi fjölmiðlamanna í Lundúnum í vikunni.
Kristinn Hrafnsson í hópi fjölmiðlamanna í Lundúnum í vikunni. Reuters

Sjónir heimspressunnar beinast nú í auknum mæli að Kristni Hrafnssyni sem andliti WikiLeaks. Julian Assange, stofnandi síðunnar, fer nú huldu höfði. Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur honum vegna ásakana um kynferðisglæp í Svíþjóð.

Kristinn hefur sem kunnugt er starfað með WikiLeaks undanfarið, og verið fyrirferðarmikill í umfjöllun um nýjasta leka síðunnar en til stendur að gera 250 þúsund skjöl, sum hver leynileg, frá bandarísku utanríkisþjónustunni, opinber. Í kjölfarið hafa aðilar í Bandaríkjunum, og raunar einnig í Kanada, jafnvel hvett til þess að Assange verði ráðinn af dögum.

Einn af vinsælustu afþreyingarvefjum Bandaríkjanna, Boing Boing, fjallar um Kristin og segir hann „hitt andlit WikiLeaks.“ Jafnframt er fjallað um Kristin á heimasíðu fréttaveitunnar Reuters, en þar greinir ljósmyndari frá því hvernig hann náði óvenjulegri mynd af Kristni, þegar hann sat fyrir svörum í viðtali í London.

Umfjöllun Boing Boing

Myndatakan á Reuters

Kristinn Hrafnsson í viðtali við Reutersfréttastofuna.
Kristinn Hrafnsson í viðtali við Reutersfréttastofuna. Reuters
mbl.is