Charlie Sheen fékk í magann

Leikarinn Charlie Sheen á góðri stundu.
Leikarinn Charlie Sheen á góðri stundu. AP

Charlie Sheen, leikaranum góðkunna, var hraðað á sjúkrahús í dag vegna mikilla kviðverkja. Talsmaður hans segist ekki vita hvað ami að honum, en staðfesti að hann lægi nú á sjúkrahúsi.

Sheen var sóttur á heimili sitt klukkan 7 að morgni að staðartíma og fluttur burt í sjúkrabíl. Samkvæmt slúðurvefnum TMZ sáust tvær yngismeyjar yfirgefa heimili hans um svipað leyti.

Í nóvember sótti Sheen, sem leikur meðal annars í gamanþáttunum „Two and a half men,“ um skilnað við konu sína eftir tveggja ára hjónaband. Stuttu áður hafði hann verið lagður inn á sjúkrahús eftir að hafa valdið skemmdum á hótelherbergi sem hann dvaldi á. Lögreglan kom þá að honum í áfengisvímu og með næturgest af hinu kyninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert sem segir að þú þurfir alltaf að deila þínu með öðrum. Vertu djarfur en láttu vera að berjast gegn öflum sem þú veist að eru þér yfirsterkari.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert sem segir að þú þurfir alltaf að deila þínu með öðrum. Vertu djarfur en láttu vera að berjast gegn öflum sem þú veist að eru þér yfirsterkari.