Engin Pantera

Vinnie Paul lemur húðirnar.
Vinnie Paul lemur húðirnar.

Pantera mun aldrei koma saman aftur segir fyrrverandi trymbill hennar, Vinnie Paul.

Hann er bróðir Dimebag Darrell sem var myrtur í desember 2004 og þar með hvarf einn af mikilhæfustu rokkgítarleikurum sögunnar af sjónarsviðinu.

Paul sagði í viðtali við rússnesku vefsíðuna Darkside að það kæmi ekki til greina að ræsa bandið í gang á nýjan leik, Dimebag hefði einfaldlega átt of stóran þátt í velgengni bandsins.