Logi Geirs grennir Einar Bárðar í nýjum þætti

Einar Bárðarson hefur verið í þéttari kantinum um árabil. Handboltahetjan og einkaþjálfarinn Logi Geirsson hefur tekið að sér að grenna hann í nýjum vefþætti á Mbl Sjónvarpi. Þátturinn hefur fengið nafnið Karlaklefinn og hefst í febrúar.

„Ég ætla að koma honum í form,“ sagði Logi kokhraustur þegar Monitor náði tali af þeim félögum.

mbl.is